Leita í fréttum mbl.is

Menn ættu að róa sig

Mér finnst að farnar séu af stað full miklar nornaveiðar í íslensku samfélagi. Ég horfði á viðtalið við Davíð Oddsson í Kastljósinu sem mikið fjaðrafok hefur orðið út af, og að mínu mati var það stórgott. Hann útskýrði hlutina vel hvernig staðan væri og að við ættum góða möguleika á að bjarga okkur úr þessum málum. Ummæli hans um að skuldirnar yrður sendar úr landi, skildi ég á þann hátt að ekki yrðu borgaðar skuldir þeirra manna sem til þeirra stofnuðu, ekki að íslenska ríkið ætlaði að hlaupast undan ábyrgð og borga ekki það sem sannanlega væri þeirra að borga. Það ljóst að margir hafa orðið fyrir þungum búsyfjum þessa síðustu daga og mikil verðmæti farið í súginn eða fyrir lítið. Að ætla sér að hengja sendiboðann fyrir að segja sannleikann er alþekkt aðferð en hefur aldrei leyst neinn vanda. Ég held að fólk ætti að halda ró sinni og taka höndum saman og leita lausna, leit að sökudólgi getur farið fram síðar. Mér sýnist að margir óábyrgir stjórnmálamenn og fréttamenn í leit að æsifréttum ætli að nota tækifærið og baða sig í sviðsljósinu til að koma sjálfum sér á framfæri.
mbl.is Vill seðlabankastjórana burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Davíð á að hætta sem fyrst þar sem hann er óhæfur í þetta starf.

Þórður Ingi Bjarnason, 9.10.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Gestsson
Kristinn Gestsson
Hefur áhuga á mannlífinu og samfélagi í víðasta skilningi.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband